Umferðarskilti

Umferðaskilti mynd skorin

Framleiðum allar gerðir af umferðaskiltum bæði í ramma og stök ásamt festingum fyrir bæjarfélög og verktaka. Gullitaði flötur merkja A17.11, A17.21, B26.XX og B34.11 í reglugerðinni skulu vera með lit og endurskin „Fluorescent Yellow Green # 3983 og # 4083“ (DG, VIP efni # 3983 og DG 3 efni # 4083). Önnur merki á vinnusvæði skal nota stærri gerð merkja í A, B og C merki með venjulegu endurskini.

Bókstafur segir til um gerð merkja fengið af vef vegagerðarinar.

Umferðarmerki á vef Vegagerðarinnar

A. Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða á einhverri sérstakri hættu á vegi. Viðvörunarmerki skal vera jafnhliða þríhyrningur með rauðum jaðri og gulum miðfleti.

B. Bannmerkjum er ætlað að banna eða mæla fyrir um umferð. Bannmerki eru flest hringlaga með rauðum jaðri og gulum miðfleti

C. Boðmerkjum er ætlað að mæla fyrir um umferð. Boðmerki skal vera hringlaga með hvítum jaðri og hvítu tákni á bláum fleti.

D. Upplýsingamerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina.

F. Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um leiðaval. Vegvísir skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar.

G. Akreinamerkjum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um hvernig akreinar liggja á akbraut. Ennfremur um hvaða akrein ökumenn skuli velja þegar komið er að vegamótum. Akreinamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skal vera hvítt á bláum fleti með hvítum jaðri.

H. Bráðabirgðamerkjum er ætlað að vara ökumenn við tímabundnum breytingum á vegakerfi. Bráðabirgðamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skulu vera í viðeigandi litum á appelsínugulum grunni.

J. Ef talin er þörf nánari leiðbeininga eða skýringa við umferðar­merki má nota til þess undirmerki með táknmynd eða áletrun. Undirmerki skal vera rétthyrnt og í sömu litum og aðalmerki.

Algengar upplýsinga- og öryggismerkingar

Tengdar vörur

Fræst form án lýsingar

Álskilti

Öryggismerkingar

Rowmark skilti

Cosign Skiltakerfi

Skiltastandar

Tengiliður

Sigurður S. Sigurðsson
Ingi Guðmundsson

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað