Skilmálar

Afhending vöru

Seldar vörur eru afgreiddar úr vöruafgreiðslu Logoflex, Smiðshöfða 9, næsta virka dag eftir að pöntun berst að því gefnu að varan sé til á lager. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Logoflex ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Logoflex ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Þegar um ræðir sér framleidda vöru fær viðkomandi skilaboð um hvenær varan er klár til afhendingar senda í tölvupósti innan 24 tíma frá kaupum. Varan er afgreidd innan við 5 virkum dögum síðar.

Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið mun þjónustufulltrúi hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.

Sendingarkostnaður innanlands greiðist við móttöku samkvæmt verðskrá Póstsins ef eingöngu um smávöru er að ræða í sendingunni, en samkvæmt verðskrá vöruflutningafyrirtækis ef um stærri hluti er að ræða.

Sendingar sem viðskiptavinur sækir sjálfur eru afhentar í vöruafgreiðslu Logoflex, Draghálsi 9, gegn framvísun persónuskilríkja eða skriflegu umboði kaupanda.

Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum Valitor, greiðslumiðlun Visa og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum Logoflex ehf.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Vörum sem framleiddar eru sérstaklega fyrir einstaka aðila og eru ekki endurseljanlegar er ekki hægt að skila nema um galla sem rekja má til framleiðslu sé að ræða.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Logoflex ehf og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað