Álskilti

Volcano álskilti (6)

Álskilti er einfaldur og ódýr kostur til að merkja nánast hvað sem er. Álskilti eru vinsæl sem leiðbeininga- og öryggismerkingar sem og merkingar á fyrirtæki og stofnanir. Álskilti má skrúfa beint á vegg en einnig er hægt að hafa undirlag sem heldur álskiltinu aðeins frá veggnum til fá smá dýpt í upplifunina.

2 mm álplötur eru allsráðandi í flestöllum skiltum. Auðvitað er boðið upp á fleiri þykktir en undirlagið, eða skiltastandurinn sjálfur, ræður samt úrslitum varðandi endingu. Til að fá styrkingu eru hliðarnar stundum beygðar inn á við um nokkra sentimetra og eru þau kölluð pönnuskilti. Þá er trérammi festur á merkingarstað og pannann sett yfir og fest á hliðunum í rammann.

Það er hægt að fá álplötur með plastkjarna. Þær eru léttari og meðfærilegri en viðkvæmari fyrir öllu hnjaski.

Yfirfilmur
Allar álpötur fá yfirfilmu til verndar og fer hún eftir því hve mikið veðurálag er á merkingarstað. Allar filmurnar eru með UV-verndun og því upplitast skiltin ekki svo auðveldlega.

Tengdar vörur

Fræst form án lýsingar

Öryggismerkingar

Rowmark skilti

Cosign Skiltakerfi

Skiltastandar

Umferðarskilti

Tengiliður

Sigurður S. Sigurðsson
Ingi Guðmundsson

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað