LF-stíll

LF-stíll

LF glitstíll er ljósaskilti úr áli sem er mótað í það form sem unnið er með. Framhliðin er fræst úr 10 mm þykku plexí á þann hátt að framhliðin leggst yfir og þekur brúnir álrammans (Tjanni).

Útkoman er sú að allur framflötur skiltisins er upplýstur sem gefur einkar fínlegt yfirbragð þar sem engin gjörð eða rammi liggur utan um framflötinn.

Með því að þekja miðju formsins með filmu er hægt að kalla fram skemmtilegan effekt þar sem útlínur formsins glóa líkt og um útlínað neonskilti sé að ræða.

Tengdar vörur

NeonFlex

Fræst form með ljósi

Ljósakassar

Glitstíll

Tjanni

Tengiliður

Erlingur Sigurðsson
Gunnar Sigmundsson
Ingi Guðmundsson

Hvers leitar þú vinur?