Tjanni er algengasta lausnin í framlýstum ljósaskiltum. Tjannaskilti er tegund skilta þar sem stakir stafir eru framleiddir sem stök ljósaeining. Það form sem vinna á með er beygt og formað úr álrenningum sem mynda hliðarnar. Framhliðin er fræst úr hvítu ljósaplexí sem hleypir ljósi í gegnum sig. Litir fást með því að líma ljósafilmur framan á stafina eða nota litað plexí. Fræst bakplata úr PVC ber svo ljósgjafann (LED) og lokar smíðinni.
Svo er hægt að fá alls konar skilti – með Tjanna (Channel letters)
Dýpt á Tjanna: 6, 8 eða 12 cm. Dýptin ræðst að mestu á formi stafa og þykkt.
Grunnlitir: Hvítur og svartur.
Sérlitir: Hægt að láta spautulakka Tjannann.
Lýsing: LED perur
Framhliðar: Skiltahvítt plexí. Hægt að líma ljósakassafilmu til að fá lit.
Einning er hægt að fá “BlackandWhite” plexí – en það er svart þegar slökkt er á skiltinu en verður ljóst þegar ljós skýn í gegnum það.
Uppsetning: Borað beint á vegg ef veggurinn er sléttur. Annars eru ljóseiningarnar settar á leiðara til að aðvelda uppsetningu.
Hér er myndband af merkingu fyrir Vinnueftirlitið.
Hér er myndband af merkingu fyrir Vörður tryggingar.
Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum
Mán – Fim 8:30 – 12:00
13:00 – 16:00
Fös 8:30 – 12:00
13:00 – 15:00
Lau – Sun Lokað