Sandblástursfilmur

IMG_3329

Sandblásturfilma er ein vinsælasta lausnin á merkingum á glerveggjum og gluggum fyrirtækja. Fyrir heimili er algengast að nota útskornar sandblásturfilmur við útidyr með upplýsingum um íbúa, einnig fyrir salernisglugga og aðrar vistaverur sem krefjast friðhelgi en að dagsbirta njóti sín.

Athugið varðandi uppsetningu:
Einn fermeter af sandblástursfilmu kostar 7.476 kr. án vsk. (sept,2021)
Uppsetning í heimahúsi getur hlaupið á 15-30.000 kr. án vsk. (komið á staðinn og mælt, framleiðsla og frágangur, uppsetning). Það er ódýra að kaupa tvo fermetra (11.951 kr. án vsk.) og mistakst einu sinni.
Ef magn af filmu er orðið verulegt þá getur borgað sig að panta uppsetningu.
Við viljum benda fólki á leiðbeiningar um hvernig best er að gera þetta sjálf og spara peninga og fyrirhöfn.

Eignleikar: Ekkert gegnsæi en hleypur birtu í gegnum sig.
Notkun: Sett á innanverða rúðu.
Hámarksbreidd án samsetningar: 152 cm
Hámarkslengd án samsetningar: 500 cm
Efni: Polymeric
Ábyrgð: 5-7 ár
Upprunaland: Frakkland

Viðbætur:
Útskurður.
Það er hægt að láta skera út texta, merki eða mynstur út í filmuna. Þar sem filman filman er tekin í burtu, þar sést í gegnum rúðuna.
Prentun.
Það er hægt að prenta á sandblástursfilmu. Filman er ljósgrá að lit. Þess vegna verða litmyndir ekki skýrar og fallegar. Það verður að hugsa myndefnið frekar sem skraut en ljósmynd til að skoða. Ef prentað er í einum lit er útkoman oftast mjög góð.

Mælingar:
Mæla stíft mál á hverri rúðu. (breidd x hæð)

Vinsamlegast athugið:
Ef gluggapóstar eru gamlir og gamalt kítti og málning flæðir út á rúðuna – þá er oftast teknir 2,5mm af hverri hlið til að auðvelda ásetningu. Þetta er valkvætt og ekki hika við að fá ráðleggingar hjá sölufólki þegar pöntun á sér stað.

Áhöld:
Spreybrúsi með mildu sápuvatni eða bara gluggahreinsir.
Gluggaskafa.
Tuskur.
Þerripappír (pappír sem trosnar ekki – t.d. ekki nota klósettpappír)

Mannafl:
1-2

Undirbúningur fyrir uppsetningu:
Þrífa rúðuna vel, sérstaklega út við gluggapósta. Gott að nota gluggasköfu til að ná öllum ögnum af rúðunni.

Uppsetning:
Sandblástursfilmur er blautlímdar.
Notið milt sápuvatn í spreybrúsa eða rúðuhreinsi.
Takið bakpappírinn varlega af.
Bleytið rúðuna og filmuna (límmegin) áður en samsetning fer fram.
Leggið filmuna að rúðunni. Vegna vökvans, flýtur filman á rúðunni og auðvelt að færa hana, þar til hún situr á réttum stað.
Notið “plastsköfu”* til að festa filmuna með því að þrýsta vatninu undan filmunni.
Greinagóðar leiðbeiningar fylgja með filmunum ef fólk kýs að setja filmurnar í sjálf. Hægt að panta uppsetningu ef þess er óskað.
*Hægt að fá plastsköfu í afgreiðslu Logoflex.

Almenn þrif:
Milt sápuvatn

Nánari upplýsingar og pantanir:
logoflex@logoflex.is, sími: 577-7701

Tengdar vörur

Gluggamerkingar

Öryggismerkingar

Bílamerkingar

Tengiliður

Elísabet Eir Eyjólfsdóttir
Eyrún Björg Guðjónsdóttir
Sigurður Sævar Sigurðsson
Þórður Karl Einarsson

Logoflex ehf.