Gluggamerkingar

Gluggamerkingar

Logoflex hefur áratuga reynslu af gluggamerkingum. Efnisval fer allt eftir aðstæðum og væntingum þínum. Hægt er að fá gluggafilmur í sérlitum eða láta prenta grunnlit og/eða myndefni. Einnig bjóðum við upp á glærar gluggafilmur sem hægt er að prenta á í lit en þá er hvítur litur prentaður fyrst til að ná gæðum myndanna sem bestum.

Helstu flokkar gluggamerkinga eru:
Sandblástursfilma á glervegginn eða útidyrnar
– Útskorið lógó eða letur
– Sólarfilma fyrir sólríka staði
– Heilmerking í t.d. búðarglugga eða iðnaðarhúsnæðið
– Gatafilma (seethrough) ef þú vilt merkja rúðu en sjá jafnframt út

Sandblástursfilma er ein vinsælasta lausnin á merkingum á glerveggjum og gluggum fyrirtækja. Fyrir heimili er algengast að nota útskorna sandblástursfilmu við útidyr með upplýsingum um íbúa, einnig fyrir baðherbergisglugga og aðrar vistarverur þar sem krafist er friðhelgi en jafnframt fái dagsbirtan að njóta sín. Sjá nánari upplýsingar hér.

Útskornar filmur geta haft margs konar mynstur og form. Hægt er að fá gluggafilmur í sérlit eða prentaðar í þeim lit sem þú óskar. Athugið að filmur í sérlit eru eins á litinn báðum megin. Prentaðar filmur eru oftast með hvíta eða gráa bakhlið.

Sólarfilmur henta vel þar sem sólar gætir. Tvær filmur eru algengastar og blokkera þær sólarljósið mismikið. Önnur hleypir 35% sólarljóssins í gegnum sig en hin aðeins 11%. Báðar filmurnar blokkera um 99% af UV-geislum sólarinnar og vernda því innbú vel fyrir upplitun.

Heilmerkingar á rúður eru vinsælar þar sem þarf að koma skilaboðum á framfæri með skýrum hætti. Hægt er að prenta á hvíta eða glæra filmu.

Gatafilmur (seethrough) hafa þá eiginleika að það sést í gegnum þær í aðra áttina. Henta rúðum sem snúa út að götu og skilaboðin sjást að utan en þær blokkera ekki útsýni þeirra sem inni eru. Það eina sem þarf að hafa í huga er að ef ljósmagn fyrir innan er meira en úti þá virkar filman ekki sem skyldi. Þetta á sérstaklega við um dimmustu mánuði ársins.

Tengdar vörur

Prentun á álplötur

Rowmark skilti

Sýningar- og kynningarefni

Skiltakerfi frá Cosign

Límmiðar

Sandblástursfilmur

Tengiliður

Þorleifur Örnólfsson
Erlingur Sigurðsson
Gunnar Sigmundsson
Þórður Karl Einarsson
Baldur Guðmundsson
Ingi Guðmundsson

Hvers leitar þú vinur?