Bílamerkingar

Vegagerdin

Þegar merkja á bíl kemur viðskiptavinurinn annað hvort með tilbúna grafíska hönnun eða fær aðstoð Logoflex við að útfæra útlit bílsins. Við erum með útlínuteikningar í hlutföllum af flestum gerðum bíla. Þegar útlitið er klárt er grafíkin prentuð eða skorin. Ef um prentun er að ræða þarf blekið að þorna í þrjá daga áður en límt er á bílinn. Logoflex merkir yfir 100 bíla á ári, allt frá tölvuskornum stöfum upp í heilmerkingar. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og notum bestu fáanlegu efnin hverju sinni.

Ath! Hreinir bílar spara öllum tíma og kostnað.

Heilmerking

Að heilmerkja bíl gefur þér endalausa möguleika á að koma skilaboðum þínum á framfæri. Það er ekki óalgengt að breytt sé um lit á bílnum um leið og hann er merktur. Skilaboð og myndefni þarf að ígrunda mjög vel. Hönnunin verður svo að miðast við þá bílategund sem á að merkja og passa þarf upp á að texti og myndefni lendi ekki á þeim stöðum sem ekki er hægt að merkja.

Hlutamerking

Ef þú vilt spara við þig í merkingum eða halda einhverjum hluta bílsins ómerktum; þá er hlutamerking góður kostur. Algengt er að merkja aftari hluta bifreiða eða einhverja fleti, s.s. hurðir eða vélarhlíf.

Texti og Logo merking

Ódýrast er að merkja bílinn með kjörnuðum setningum og setja lógó á framhurðir eða álíka fleti.

Hér er myndband af heilmerktum bíl.
Hér er myndband af bíl með texta og lógó.

Tengdar vörur

Gluggamerkingar

Öryggismerkingar

Sandblástursfilmur

Tengiliður

Orri Einarsson
Pétur Örn Pétursson
Eyrún Björg Guðjónsdóttir
Sigurður S. Sigurðsson
Þórður Karl Einarsson

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað