Skil á prentgögnum

Skil á prentgögnum

Öll almenn skjöl þurfa að vera á vector-formi, þ.e.a.s. sem útlínuteikning. Æskilegt er að útlína allt letur. Dæmi um vector-fæla eru t.d. ai, pdf og eps.

Prentskjöl geta verið bæði vector og ljósmyndir. Passa þarf upp á gæði ljósmynda miðað við stærð.

Til viðmiðunar á punktaupplausn.
Hágæða prentun – upplausn: 150 dpi í raunstærð
Venjuleg prentun – upplausn: 72 dpi í raunstærð
Stærri myndir – upplausn: 30 til 72 dpi í raunstærð
Gott er að setja stærri myndir í RGB og vista sem jpg, sem minnkar skráarstærð til muna.

Ekki þarf að setja sérstök skurðarmerki á myndirnar og er best að prentflöturinn fylli alveg út í skjalið. Ef myndin fer á plötu er gott að stækka myndina um hálfan sentimetra, einnig er gott að stærð komi fyrir í heiti skjalsins.

Ath! Ef myndirnar eru orðnar mjög stórar (yfir 20 mb) er oft erfitt að senda þær með pósti , hægt er að koma með gögn á usb-lyklum eða senda með WeTransfer, Dropbox og fleiri aðilum.

Hér að neðan er linkur á WeTransfer sem er einfalt, fljótlegt og kostar ekkert.

https://wetransfer.com/

Tengdar vörur

Segl og tau

Prentanir á ýmis efni

Tengiliður

Orri Einarsson
Pétur Örn Pétursson
Eyrún Björg Guðjónsdóttir
Sigurður S. Sigurðsson
Þórður Karl Einarsson

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað