Logoflex prentar og sker út allar gerðir og stærðir af límmiðum. Form og lögun, allt eftir þínum óskum. Hægt er að velja um mismunandi límtegundir allt eftir því hvort miðinn á að vera tímabundin eða varanleg merking. Með réttu lími er nánast hægt að líma á hvað sem er.
– Almennir límmiðar
– Gluggalímmiðar
– Vörulímmiðar
– Öryggislímmiðar
– Endurskinslímmiðar
– Eftirskinslímmiðar
– Segulmiðar
– Veggmerkingar
– Gólfmerkingar
Almennir límmiðar
Form og lögun eftir eigin vali og val á réttu lími fer eftir óskum viðskiptavinarins.
Gluggalímmiðar
Prentaðir á glæra filmu og hvítur litur hafður undir myndefninu. Getum prentað báðum megin og haft hvítan lit á milli en þá sést prentefnið vel beggja vegna á rúðunni.
Vörulímmiðar
Framleiðum fjöldann allan af vörumiðum sem viðskiptavinir okkar nota á vörur sínar. Litir, stærðir og form eru engin fyrirstaða.
Öryggislímmiðar
Límmiðar með sterkri yfirfilmu og lími á sterum!
Endurskinslímmiðar
Endurskinslímmiðarnir eru ljósgráir í grunninn en prentlitir og önnur grafík verður skýr og endurvarpar ljósi að hluta til.
Eftirskinslímmiðar (Glow-in-the-dark)
Eftirskinslímmiðar eru grænleitir í grunninn og prentunin tekur svolítið mið af því. Þeir henta í þeim tilfellum þar sem fólk þarf t.d. að sjá hvar útgönguleiðir eru þegar rafmagnið slær út.
Segulmiðar
Miðar með veikum segli sem henta til bílamerkinga við ákveðin tilefni eða bara sem skraut á ísskápinn.
Veggmerkingar
Logoflex hefur í boði límfilmur sem henta til að hylja heilu veggfletina. Ef veggflöturinn er almennilega frágenginn er vandkvæðalaust að taka filmuna af veggnum eftir nokkurra ára notkun.
Gólfmerkingar
Logoflex framleiðir gólfmerkingar fyrir verslanir og íþróttahús. Það er hægt að fá svokallaða Anti Slip yfirfilmu sem kemur í veg fyrir að fólk renni á hálli límfilmunni. Einnig er hægt að fá matta filmu fyrir íþróttahús því Anti Slip filman getur verið of stöm.
Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum
Mán – Fim 8:30 – 12:00
13:00 – 16:00
Fös 8:30 – 12:00
13:00 – 15:00
Lau – Sun Lokað