Fánar

GSÍ - strandfánar

Logoflex framleiðir fána í þeim stærðum sem óskað er. Stærðir fána fara oft eftir hæð flaggstanga. „Æskilegt er að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar“. *

Fyrirtækjafánar
Við framleiðum fána fyrir fyrirtæki í öllum stærðum og gerðum.
Algengustu stærðir á hefðbundnum fána eru:
100×70 cm, 150×100 cm og 180×120 cm (breidd x hæð).

Fánaborðar
Fánaborðar eru oftast teknir í stærðinni:
100×200 cm, 100×250 cm og 120×300 cm (breidd x hæð)

Þjóðfánar
Við framleiðum allar tegundir þjóðfána.

Golfflögg
Við framleiðum golfflögg í öllum stærðum og gerðum.

Strandfánar
Strandfánar eru góð lausn fyrir hvers kyns viðburði.
Fánanna er hægt að fá í 3 stærðum og nota utandyra og innandyra.

Smelltu hér til að sækja pdf skjal

Fánaefni
Hægt er að velja um tvö fánaefni en algengast er að nota svokallað gataefni sem skilar betri endingu því efnið hleypir vindi í gegnum sig og því slæst fáninn ekki eins mikið til í miklu roki. Hefðbundið fánaefni skilar hins vegar betri prentun, sérstaklega ef myndefnið er með mörgum smáatriðum.

Ending fána
Ending fána fer öll eftir veðri og vindum. Ef fánar eiga að vera úti allan sólarhringinn og alla daga ársins er ekki óalgengt að þeir trosni á jöðrunum, sérstaklega á þeirri hlið sem er fjærst fánastönginni þar sem slátturinn á fánanum er mestur. Eina lausnin við þessu er að eiga nokkra fána til skiptanna.

Frágangur
Fánaefnið sjálft er skorið með hitahníf sem lokar öllum saumum á hliðunum og veldur því að fáninn verður léttari og blaktir fallega í smá gjólu. Á þeirri hlið fánans sem snýr að flaggstönginni er fáninn faldaður og fánasnúra saumuð á hann eftir kúnstarinnar reglum. Á báðum endum fánasnúrunnar eru festar plastkrækjur til að auðvelda uppsetningu.

Eftirfarandi texti um fánastangir er af vef Stjórnarráðs Íslands:

„Þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi. Æskilegt er að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ef stöng er upp af húsþaki, sé hún þrisvar sinnum breidd fánans að lengd, en 2 og 1/2 sinnum, ef hún er skáhallt út frá húsvegg, en stöng, sem myndar rétt horn við húsvegg, sé tvöföld breidd“.

* Upplýsingar um notkun íslenska fánans á vef Stjórnarráðs Íslands.

Tengdar vörur

Tengiliður

Orri Einarsson
Jón Ásgeir Einarsson

Logoflex ehf

Opnunartími

Mán – Fim    8:30 – 12:00
                       13:00 – 16:00
Fös                 8:30 – 12:00
                       13:00 – 15:00
Lau – Sun     Lokað