fbpx

seglprentun

prentun

Álplötur Ljósmyndir settar á álplötur er alltaf vinsæl lausn. Þá er myndin yfirleitt plöstuð með möttu og límd á álplötu. Hægt er að útfæra þetta á ýmsan máta með mismunandi áferðum og útkomum allt eftir því hvað hentar hverju sinni og val er á milli mismunandi upphengilausna.

Strigamyndir Ljósmynd prentuð á striga sem síðan er strekktur á blindramma. Sérsmíðum rammana í öllum stærðum.

Foammyndir Ljósmyndir settar á foam (léttar pappaplötur með frauðkjarna) í 5 og 10 mm. þykkt. Hægt er að fá álramma utan um myndirnar. Einföld og falleg lausn.

Prentum og skerum út ýmsar gerðir af límmiðum með og án plastfilmu, bæði mattri og glans, ásamt gluggalímmiðum þar sem myndin sést límmegin.

Roll-up standar. Stærðir 85×200, 100×200, 120×200, 150×200 og 200x300cm

Veggfóður. Prentun á veggfóður er flott lausn til að skreyta og heilmerkja veggi heimila jafnt sem fyrirtækja.

Seglprentun er ein vinsælasta prentunin á stærri auglýsingum í dag, jafnt innan- sem utandyra. Getum prentað án samskeyta 3,2 x 45 metra. Séu seglin stærri límum við þau saman eða fáum Seglagerðina til að sjóða eða sauma þau saman þegar við á.

Seglgerðir:
Frontlit-segl er algengasta prentseglið bæði fyrir sýningar og  á veggi utandyra
Gatasegl (mesh) hleypir vind í gegnum sig. Er mikið notað utandyra þar sem vindur kemst báðum megin að seglinu.
Blockout-segl er notað þegar prentað er beggja vegna á seglin eins og t.d. loftaborðar í Smáralind og Kriglunni.
Tau. Prentun á taui er fínlegri og léttari en seglin.  Eingöngu notað innadyra og er vinsælt í sýningarveggi og í ljósakassa.
Hljóðdúkur Ef bergmálið er að að trufla er prentun á hljóðdembandi efni góð lausn sem hentar bæði fyrir loft og veggi.

Festingar:
Kósar Málmhringir settir í seglið með jöfnu millibili.
Flatál Sett uppi og niðri á segl sem hanga neðan úr lofti.
Álprófíll Settur á vegg og seglið strekkist í með plastlistum. Til í margvíslegum útfærslum.
Plastlistar Með rauf fyrir tau eða hljóðdúk. Settir á vegg og efnið strekkt í með þartilgerðum verkfærum.